22.8.2009 | 17:47
Menning schmenning.
Við Swiss-menn ætlum að standa fyrir menningu í nótt á hinum rómantíska veitingastað Dubliner, enda er svokölluð menningarnótt.
Menningin sem við bjóðum upp á fullt af lögum af annarra manna plötum. Reyndar erum við ekki Swiss í kvöld, heldur Danshljómsveit Olla Rót, þar sem Olli verður memm og þá sé ávallt stuð. Já, ávallt.
Mætið.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2009 | 22:04
Djöflíner um helgina
Nú, við félagarnir ætlum að trylla lýðinn á eftir á Dubliner. Reyndar er Binni bassastrumpur fjarri góðu gamni að þessu sinni, þar sem hann er að spila á Ísafirði, en Kiddi Gallagher Daltónbróðir ætlar að leysa hann af í kvöld. Svo kemur Ingimundur Dúndurfréttabössungur annað kvöld og tekur bassavaktina.
Við ætlum að skemmta okkur vel og vonum að aðrir mæti og geri slíkt hið sama.
Stuð? Ójá.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2009 | 21:18
Players a laugardaginn
Eilítil törn hefur verið hjá hljómsveitarmeðlimum, ýmist saman eða með öðrum, upp á síðkastið. Nú um síðustu helgi lék t.d. Magnús trymbill á Neskaupstað með Mono meðan strengjaleikararnir nutu liðsinnis Eysteins Papatrymbils á dansiballi á Grand Rokk. Þar stigu á stokk með sveitinni margir fínir músíkantar og var gleðin í almennu hámarki. Borðin hreinlega dönsuðu ofan á fólkinu.
Nú nk. laugardag mun sveitin leika á skemmti og veiðistaðnum Players í Kópavogi. Hefst hávaðinn um miðnætti og stendur fram eftir nóttu - eða, með öðrum orðum, við höfum ekki hugmynd um hversu lengi er opið.
Er almenn tilhlökkun í sveitinni, enda alltaf gaman að kíkja út á land... :)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2009 | 10:26
Kominn tími á færslu...
Ja, haldiði að við séum ekki hreinlega, við félagarnir í Swiss það er að segja, að spila á Dubliner tvær næstu helgar. Það er sumsé efri hæðin, byrjað um eittleytið hvert kvöld og spilað til svona hálffimm eða fimm. Eða eitthvað.
Jafnvel að það séu einhver ný lög á prógramminu af annara manna plötum og hressleikinn í fyrirrúmi.
SÉ STUÐ!
Þetta er sumsé remúlaðigítarinn...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2009 | 16:03
Gigg?
Nú um helgina mun hljómsveitin ljúka fjögurra helga törn á Dubliner. Þó það flokkist undir þrælavinnu og sé skýlaust brot á Genfarsáttmálanum hefur hingað til verið bara helv... gaman.
Tryggvi litli hefur talsvert verið memm, en einnig hafa nokkrir aðrir komið og tekið í eitt til fimmtíu lög, t.d. Bergur Geirs, Kobbi í Skriðjöklum, Arnar Freyr (Látúnsbarkinn´88), Kiddi Gallagher og fleiri. Svo leysti hann Óskar okkar Magga af á trommurnar í byrjun, rétt eins og Guffi mun leysa hann af næstu helgi.
Verði stuð? Ó, já.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 17:41
Sveitin
Við strákarnir verðum rokkandi á Dubliner um helgina. Líka í kvöld, ójá.
Verði stuð. Líka fjör. Mætið sum.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 23:51
Nú ber til tíðinda
Swissið er að leika á sama stað og venjulega, þ.e. á hinum rómantíska veitingastað Dubliner í hjarta Reykjavíkurbæjar, næstu helgi. Verður að líkindum allnokkuð stuð.
Ekki aðeins erum við félagarnir að leika um helgina, heldur ætlum við að blúsa allnokkuð fimmtudagskvöldið, þ.e. annað kvöld. Við munum leika á neðri hæð staðarins, en ekki uppi eins og venjulega. Góðfúslega mætið sum hver.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2008 | 15:34
Gleðileg jól!
Piltarnir í Swiss óska landsmönnum öllum og báðum lesendum síðunnar gleðilegra jóla. Vona að þið hafið fengið eitthvað fallegt í jólagjöf og að jólaandinn svífi yfir ísilögðum vötnum.
Eníhjú, við erum að leika á Dubliner í kvöld og annað kvöld, hressir og vel nærðir sem aldrei fyrr. Pakksaddir í sparifötunum. Lítið um jólalög, en þeim mun meira af gömlu og góðu rokki.
Mætið sum hver.
Kvenslysafélagið Túban.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2008 | 16:31
Gjört er kunnugt...
... að við Swissdrengir verðum á Dubliner næstu helgi. Þar komum við til með að standa fyrir almennum leiðindum í bland við áheyrilega tónlist.
Svo sömdum við lag við ræður gærdagsins á Alþingi - eða nei. Við ætlum bara að leika einhver gömul og góð lög eftir aðra. Jafnvel bæta eilitlu af nýjum lögum á prógrammið til að gleðja gesti staðarins, en aðallega til að gleðja okkur sjálfa.
Mikilvægt er þó að ganga hægt um gleðinnar dyr. Gleðin keyrði úr hófi fram síðast, en þessi mynd var tekin skömmu eftir að Swissið þakkaði fyrir sig síðast:
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008 | 10:52
Næsta helgi
Nú, það er tilvalið í kreppunni að skella sér út á lífið, gleðjast í góðra vina hópi, jafnvel kneyfa nokkra hrímaða og gleyma áhyggjunum um stund. Þetta á sérstaklega vel við næstu helgi þegar við félagarnir ætlum að telja í á efri hæð Dubliner og leika nokkra vel valda - sem og aðra illa valda - slagara.
Jafnvel að vígður verði nýr rafgítar sem ég var að eignast, forláta Fender Stratocaster frá landi Barack Obama.
Mætið snemma og forðist biðraðir - þessi hér fyrir neðan kom of seint síðast og missti af Swissinu:
Bið að heilsa (eftir Inga T. Lárusson);
Ingvar V.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)