Síðustu fréttir

Ekki hefur Swissið farið mikinn upp á síðkastið, en í gærkvöldi tróðum við félagarnir upp á Dubliner. Var bæðði stuð og fjör, enda ekki við öðru að búast. Maggi trymbill var fjarri góðu gamni, en Óskar nokkur tók við kjuðunum og stóð sig með stakri prýði, enda ekki við öðru að búast af drengnum. Andri, stóri bróðir Magga trymbils lét reyndar sjá sig og fór mikinn á dansgólfinu við allnokkurn fögnuð viðstaddra.

Meðan Airwaves var í fúllsvíng um allan miðbæinn lékum við félagarnir bara lög af annarra manna plötum og vorum hinir hressustu, rokkuðum sem enginn væri morgundagurinn og skemmtum okkur, og vonandi öðrum líka, konunglega. Sökum gjaldeyrisþurrðar og innflutningshafta var meira um íslensk lög en endranær og var það vel, enda við hæfi á þessum síðustu og verstu.

Leikar verða endurteknir í kvöld á sama stað og er stefnan tekin á að vera hressir, kátir og í gríðarlegu stuði. Ef að líkum lætur verða einhver ný lög á prógramminu, en þó sömu sóló og venjulega. :)

Mætið endilega, það er hvort eð er ekkert almennilegt eftir á Airwaves, bæði Dr. Spock og Múgsefjun búnir. 


Efri hæðin

Jú, nú um helgina ætlum við félagarnir að leika, enn og aftur, fyrir gesti Dubliner. Verðum á efri hæðinni bæði kvöldin og byrjum ekki mikið seinna en klukkan eitt. Já, við vitum vel að það er seint, en svona er þetta víst...

Ekki er loku fyrir það skotið að einhverjir góðir gestir líti við og jafnvel að sveitin lumi á tveimur eða þremur nýjum lögum - reyndar eftir aðra, en nýjum í þeim skilningi að sveitin hefur ekki spilað þau áður, sko.

Mætið snemma, því eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er oft talsverð stemma seinnipartinn:


Hvern hefði grunað...

...Að hljómsveitin Swiss heldur uppi stuðinu á Dubliners í kvöld og á morgun.

Ef lánið leikur við gesti þá verða engin ný lög og almenn leiðindi, en svo veit maður aldrei.

Hljómsveitin heldur uppá 1.árs starfsafmæli um helgina, en það er jú eitt ár síðan sveitin byrjaði að spila í þessari mynd. 

Endilega skríðið við í kvöld... Bandið sándar best uppúr kl:4

 

kv.Mangi


Til Sandgerðar

Á morgun förum við félagarnir til Sandgerðis að leika á skemmtistaðnum Mamma Mia í tilefni Sandgerðisdaga. Ber að taka fram að staðurinn tengist samnefndri bíómynd ekki á nokkurn hátt svo við félagarnir vitum til. Við lékum þarna í fyrra og þá var staðurinn stappfullur og hver rokkaði í kapp við annan. Borðin dönsuðu ofan á fólkinu og stemmarinn var svaðalegur. Vonandi verður það svo einnig annað kvöld.

Í fyrra trommaði Maggi með okkur í fyrsta skipti, einmitt á Sandgerðisdögum. Í tilefni þess ákvað hann að bóka sig alveg óvart að spila í brúðkaupi í Keflavík ásamt Hlyn Ben og félögum. Hlynur þessi einmitt hefur nokkrum sinnum leikið með Swiss, til dæmis þegar við fórum til Söndeborg og lékum þar á þorrablóti. Sú ferð verður lengi í minnum höfð, jafnvel hjá þeim sem muna ekki alveg alla ferðina...

Eníhjú, maður kemur í manns stað og mun Guffi, fyrrum trymbill sveitarinnar, leysa Magga af. Líklegt verður þó að teljast að Magga takist að draga Hlyn og félaga til Sandgerðis eftir brúðkaupið.

Svo er bæði ljúft og skylt að minnast á pizzurnar á Mamma Mia, en þær verða að teljast með þeim allrabestu hérlendis.

Sé stuð (og jafnvel fjör):

Ingvar V.


Nýtt lag

Jú mikið rétt, hér í tónlistarspilaranum má finna slagarann "Sandalar" eftir Þórhall nokkurn Sigurðsson, búið að Swissa það svolítið upp.

Þetta er semsagt upptaka frá laugardeginum 9 ágúst... Reyndar væri réttara að segja á sunnudagsmorgun uppúr kl.4 eftir 7-8 volga.

Mandólín


Nú eh... Velkomin

 Tilvalið að fyrsta færslan sé tileinkuð The Rutles!

-Mangi


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband