Players a laugardaginn

Eilítil törn hefur verið hjá hljómsveitarmeðlimum, ýmist saman eða með öðrum, upp á síðkastið. Nú um síðustu helgi lék t.d. Magnús trymbill á Neskaupstað með Mono meðan strengjaleikararnir nutu liðsinnis Eysteins Papatrymbils á dansiballi á Grand Rokk. Þar stigu á stokk með sveitinni margir fínir músíkantar og var gleðin í almennu hámarki. Borðin hreinlega dönsuðu ofan á fólkinu.

Nú nk. laugardag mun sveitin leika á skemmti og veiðistaðnum Players í Kópavogi. Hefst hávaðinn um miðnætti og stendur fram eftir nóttu - eða, með öðrum orðum, við höfum ekki hugmynd um hversu lengi er opið.

Er almenn tilhlökkun í sveitinni, enda alltaf gaman að kíkja út á land... :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

lang flottasta bandið í dag,,,,,,Binni sætur.........Ingvar lítill og Maggi kann á motorhjól lang svalastur,,,,,,,,,,,,,,,,,eins og ég

Guffi (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband