5.3.2009 | 16:03
Gigg?
Nú um helgina mun hljómsveitin ljúka fjögurra helga törn á Dubliner. Þó það flokkist undir þrælavinnu og sé skýlaust brot á Genfarsáttmálanum hefur hingað til verið bara helv... gaman.
Tryggvi litli hefur talsvert verið memm, en einnig hafa nokkrir aðrir komið og tekið í eitt til fimmtíu lög, t.d. Bergur Geirs, Kobbi í Skriðjöklum, Arnar Freyr (Látúnsbarkinn´88), Kiddi Gallagher og fleiri. Svo leysti hann Óskar okkar Magga af á trommurnar í byrjun, rétt eins og Guffi mun leysa hann af næstu helgi.
Verði stuð? Ó, já.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.