Síðustu fréttir

Ekki hefur Swissið farið mikinn upp á síðkastið, en í gærkvöldi tróðum við félagarnir upp á Dubliner. Var bæðði stuð og fjör, enda ekki við öðru að búast. Maggi trymbill var fjarri góðu gamni, en Óskar nokkur tók við kjuðunum og stóð sig með stakri prýði, enda ekki við öðru að búast af drengnum. Andri, stóri bróðir Magga trymbils lét reyndar sjá sig og fór mikinn á dansgólfinu við allnokkurn fögnuð viðstaddra.

Meðan Airwaves var í fúllsvíng um allan miðbæinn lékum við félagarnir bara lög af annarra manna plötum og vorum hinir hressustu, rokkuðum sem enginn væri morgundagurinn og skemmtum okkur, og vonandi öðrum líka, konunglega. Sökum gjaldeyrisþurrðar og innflutningshafta var meira um íslensk lög en endranær og var það vel, enda við hæfi á þessum síðustu og verstu.

Leikar verða endurteknir í kvöld á sama stað og er stefnan tekin á að vera hressir, kátir og í gríðarlegu stuði. Ef að líkum lætur verða einhver ný lög á prógramminu, en þó sömu sóló og venjulega. :)

Mætið endilega, það er hvort eð er ekkert almennilegt eftir á Airwaves, bæði Dr. Spock og Múgsefjun búnir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband