29.8.2008 | 19:10
Til Sandgerðar
Á morgun förum við félagarnir til Sandgerðis að leika á skemmtistaðnum Mamma Mia í tilefni Sandgerðisdaga. Ber að taka fram að staðurinn tengist samnefndri bíómynd ekki á nokkurn hátt svo við félagarnir vitum til. Við lékum þarna í fyrra og þá var staðurinn stappfullur og hver rokkaði í kapp við annan. Borðin dönsuðu ofan á fólkinu og stemmarinn var svaðalegur. Vonandi verður það svo einnig annað kvöld.
Í fyrra trommaði Maggi með okkur í fyrsta skipti, einmitt á Sandgerðisdögum. Í tilefni þess ákvað hann að bóka sig alveg óvart að spila í brúðkaupi í Keflavík ásamt Hlyn Ben og félögum. Hlynur þessi einmitt hefur nokkrum sinnum leikið með Swiss, til dæmis þegar við fórum til Söndeborg og lékum þar á þorrablóti. Sú ferð verður lengi í minnum höfð, jafnvel hjá þeim sem muna ekki alveg alla ferðina...
Eníhjú, maður kemur í manns stað og mun Guffi, fyrrum trymbill sveitarinnar, leysa Magga af. Líklegt verður þó að teljast að Magga takist að draga Hlyn og félaga til Sandgerðis eftir brúðkaupið.
Svo er bæði ljúft og skylt að minnast á pizzurnar á Mamma Mia, en þær verða að teljast með þeim allrabestu hérlendis.
Sé stuð (og jafnvel fjör):
Ingvar V.
Athugasemdir
Hún er sæt hún Sandgerður..
Gulli litli, 30.8.2008 kl. 05:44
ætli verði bjór með pizzunnnnnnnni
Guffi Árna, 30.8.2008 kl. 09:11
Ef ég þekki Sangerðarmenn rétt má alveg búast við því.
Ingvar Valgeirsson, 30.8.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.